Lakro
Harka glans kerfið
Harka glans kerfið
Með sérstakri vél er mjúkt yfirborð steypunnar skrapað með demantsstyrktum netum og síðan nuddað með mismunandi púðum.
Eftir nokkrar umferðir er gólfið farið að glansa. Þá er það meðhöndlað með Lakro LSC sem er Liþíum Sílíkat. Það gengur í samband við Kalsíum Hýdroxíð í yfirborði steypunnar sem er veikt efni og myndar miklu sterkara Kalsíum Sílikat. Þannig verður yfirborðið mun sterkara og endingarbetra.
Lakro LSC gengur inn í gólfið og verður hluti af því. Þegar það hefur þornað er pússað yfir með æ fínni púðum þar til góður glansi hefur náðst.
Til að ná fullkomnum glansa er Lakro Shine úðað yfir í lokin og síðan pússað með mjög fínum púða.
Það skal þó tekið fram að Lakro Shine fer ekki inn í gólfið nema að litlu leiti og þarf því að endurtaka þá meðhöndlun reglulega.
Glanskerfið er notað víða, t.d. í verksmiðjum, verslunarmiðstöðum, bílastæðum, skólum og sjúkarstofnunum svo eitthvað sé nefnt.
Með þessari aðferð verður gólfið mjög sterkt, þétt og rykbundið.
Kostir Harka Glans kerfisins eru m.a.
Kerfið vinnur í gólfinu en ekki á, þar af leiðandi er ekkert sem flagnar.
Ódýrara en flest önnur kerfi.
Gólfið verður miklu ljósara.
Mjög auðvelt að þrífa þar sem gólfið er nánast orðið alveg þétt. Sérstaklega ef Lakro Shine er notað líka.
Endist miklu lengur en flest málning.