Lakro

Núningsprófun á Lakró

Nýlega voru gerðar prófanir á núningsþoli LAKRO meðhöndlaðar steypu samanborið við ómeðhöndlaða.

Núningsprófun á Lakró

Nýlega voru gerðar prófanir á núningsþoli LAKRO meðhöndlaðar steypu samanborið við ómeðhöndlaða.
Annars vegar á steypu er meðhöndluð var á fyrsta degi eftir steypun og hins vegar eftir 28 daga.
Það er algengt að nota efnið um leið og steypan nær hörku t.d strax eftir vélslípun. Þá virkar það einnig sem herðir og þarf því ekki að gera aðrar ráðstafanir.
LAKRO hefur þó viljað halda því fram að til að ná hámarksárangri sé betra að bíða í alla veganna 28 daga.

Hvernig virkar LAKRO?
Þegar vatn kemst í samband við sement myndast kalsíum-sílikat-hýdrat gel. Þetta er helsti hluti styrksins í steypunni. Sem aukaafurð af þessum samruna er kalsíum-hydróxíð. Þetta er mun mýkra og verður u.þ.b. 15% af steypunni og gerir lítið fyrir styrk hennar. Lakro sem er byggt af sílikötum gengur í samband við þetta kalasíum hydtóxíð og mynda kalsíum-sílikat-hýdroxið. Þetta samband gjörbreytir eiginleikunum og gerir það að verkum að steypan verður miklu þéttari, harðari og endingarbetri.
Þegar steypan er fersk hefur ekki náðs tími til að byggja upp réttu efnasamböndin svo einhverju nemi. Holrými eru ennþá vatnsósa og efnið hefur ekki eins greiða leið inn í steypuna.
Hins vegar eftir 28 daga hefur steypan þornað til muna og nóg hefur myndast af kalsíum-hýdróxið. Nú fær LAKRO greiða leið inn í steypuna til að mynda kalsíum-sílikat-hydróxíð.

Próf.
ASTM D 4060 Taber núningspróf ( Taber Abrasion ).
Taber núningsprófið er gert með séstakri vél sem snýr tveimur hjólum á ákveðnum hraða og látin núast við steypusýnin. Allt sem rispast af er síðan vegið. Því meira sem rispast því veikari er steypan.
Þrjú sýni voru tekin úr sömu steypu.

8 tímum eftir steypun var sýni eitt meðhöndlað með LAKRO.
Sýnin voru síðan höfð í lokuðum plastpokum í ca. 38 stiga hita (100°C F) og 100% raka í 7 daga og síðan 21 dag við stofuhita.
Eftir 28 daga var sýni tvö meðhöndlað með LAKRO.
Sýni þrjú var ekki meðhöndlað og haft til viðmiðunar.
Eftir 42 daga fór prófið fram.
Gerðar voru mælingar eftir: 50, 100, 200, 300 og 400 snúninga.
Eftir 50 snúninga var munurinn á sýni eitt og ómeðhöndlaða sýninu aðeins 57% hins vegar var sýni tvö 397% betra en það ómeðhöndlaða. Eftir 400 snúninga var munurinn á sýni eitt 163% og 477% á sýni tvö miðað við það ómeðhöndlaða.

Niðurstaða.
Bæði sýni eitt og tvö sýna miklu minni rispun en það ómeðhöndlaða.
Hins vegar er sýni tvö sem fékk 28 daga þurrktíma mun sterkara.
Niðurstöður þessar eru afgerandi bæði hvað varðar þurrktíma og umfram allt hversu viðnámssterkari steypan verður við meðhöndlun með LAKRO.