Lakro

Lakro margfaldar slitþol gólfa

Bílastæðagólf meðhöndlað árið 2015 og er því á sínum sjöunda nagladekkjavetri.

Ekkert ryk – Ekkert slit

LAKRO gegndreypiefnið hefur verið notað á Íslandi frá því um aldamótin síðustu og Það má með sanni segja að LAKRO hafi slegið rækilega í gegn á þeim árum sem það hefur verið á íslenskum markaði. Efnið er ætlað að rykbinda, þétta og styrkja gólf á iðnaðarhúsum og bílastæðum með því að bindast steypunni. Þannig styrkist yfirborð gólfsins og nær hörku á við stál. Efnið byggir á sílikötum og er algjörlega án allra eiturefna eða efna sem skaða umhverfi og náttúru. Efnið er CE merkt og því viðurkennt í Evrópu.
Munurinn á gegndreypiefni og yfirborðsefnum eins og t.d. málningu er að yfirborðsefni flagna eða eyðast með tímanum en gegndreypiefnið helst í gólfinu og endist líftíma steypunnar. Þannig fer gegndreypiefnið inn í gólfið og verður hluti af yfirborðinu.
Með öðrum orðum þá getur þú verið með viðhaldsfrítt gólf um aldur og æfi. Gólfið verður bara sterkara og sterkara með árunum. Gólfið verður sterkt sem stál og þolir alla almenna notkun og þegar fullri hörku er náð verða nagladekk ekkert vandamál.
Að auki verður gólfið algjörlega rykfrítt þar sem ekkert kvarnast upp úr því.
Lakro er bara selt ákomið á gólf. Það er vegna þess að ákveðinnar þekkingar er þörf til að rétt sé unnið við álagningu.
Aðeins líða nokkrir klukkutímar frá því að verk er hafið þangað til meðhöndlað gólf er tilbúið til notkunar aftur.
Verktími er þó háður hitastigi. Þannig væri t.d. hægt að meðhöndla flöt í bílastæðahúsi meðan flestir eru á braut vegna starfa.
Ef þú ákveður að láta Lakro gegndreypiefni á gólfið hjá þér þá ertu komin í hóp með aðilum eins og: Húsasmiðjunni, Byko, Samskipum, Flugleiðum, Síldarvinnslunni á Neskaupsstað, Sigurplasti, Leifsstöð, Vélsmiðjunni Norma, Sindrastáli, Agli Skallagrímssyni, Íslandspósti, Landvirkjun, Atlantsskipum, TVG Ziemsen, Á Guðmundssyni húsgagnagerð, Bílastæði í Mánatúni, Gullsmára, Boðaþingi og í Skugga.
Bananar hf., John Linsay, Inness og Garri ásamt nýju viðhaldskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli eru allt aðilar með Lakro á sínum gólfum. Meðal síðari verkefna má nefna gólf Köfunarþjónustunnar í Hafnarfirði og Bílastæðahús fyrir Eik fasteignafélag í Borgartúni og Suðurlandsbraut.
Ný hús Hs Orku í Hafnarfirði, Aðfanga í Sundahöfn, Húsasmiðjunnar á Akureyri og BYKO í Hafnarfirði eru öll með Harka Glans meðhöndlunarkerfinu þar sem LAKRO efnið er hluti af.
Ef þú vilt kynna þér þessa lausn nánar hafið þá endilega samband á harka@harka.is og þér verður svarað eins fljótt og auðið er.

Harka glans kerfið

Hvernig hægt er að gera gólfið glansandi, sterkt og rykbundið án þess að lakka eða mála.

Núningsprófun

Nýlega voru gerðar prófanir á núningsþoli LAKRO meðhöndlaðar steypu samanborið við ómeðhöndlaða.