Lakro
Harka glans og skín
Skín eykur glansinn til muna og þéttir um leið yfirborðið
Skín er efni sem eykur glansinn til muna og þéttir um leið yfirborðið þannig að t.d. olíur og sósur ná ekki að bletta gólfið.
Efnið er borið á og látið þorna. Síðan er pússað yfir með mjög fínum púðum til á ná enn meiri glans.
Skín efnið er þó ekki gegndreypiefni heldur yfirborðsefni og gæti því þurft að endurtaka meðhöndlun ef álag er mjög mikið.
Á mynd sést samanburður á Harka glans og skín og Harka Glans gólfi.
Þarna var grilllögur, gömul vélaolía og sinnep helt á gólfið og látið standa.
Marktækur munur sést þegar efnin hafa legið á í sólarhring.
Harka glans og skín náði algjörlega að vernda gólfið.